Íbúafundir vegna kynningar á aðalskipulagi Borgarbyggðar

nóvember 7, 2008
Ráðgjafafyrirtækið Landlínur hefur að undanförnu unnið að gerð nýs aðalskipulags fyrir Borgarbyggð. Vinnu við gerð aðalskipulagsins hefur miðað ágætlega og er áætlað að auglýsingaferli geti hafist í byrjun árs 2009.

Það er vilji sveitarstjórnar að halda opna íbúafundi þar sem drög að tillögu sveitarfélagsins verða kynnt íbúum.

Haldnir verða eftirfarandi 4 íbúafundir:

– í Þinghamri að Varmalandi 12. nóvember kl. 20:30

– í Brún í Bæjarsveit 19. nóvember kl. 20:30

– í Lyngbrekku á Mýrum 26. nóvember kl. 20:30

– í sal Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarnesi, í janúar 2009. Sá fundardagur verður auglýstur síðar. Ástæða þessa að fundurinn í Borgarnesi verður haldinn á nýju ári er sú að beðið er eftir gögnum sem nauðsynleg eru til að geta lokið við skipulagstillögu þéttbýlisins Borgarness.

Það verða starfsmenn Landlína sem kynna fyrir fundamönnum þær tillögur sem fyrir liggja. Íbúar eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagstillöguna fyrir fundina. Tillagan verður til sýnis í ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14.

 

Á hverjum fundi verður byrjað á kynningu á stefnumörkun þéttbýla viðkomandi svæðis og svo farið í almenna kynningu skipulagsins. Þeir íbúar sem hafa áhuga á kynningu þéttbýlanna eru hvattir til að mæta á alla fundina.

· Á fundinum í Þinghamri verður sérstaklega farið í kynningu á skipulagi Bifrastar og Varmalands.

· Á fundinum í Brún verður farið sérstaklega í kynningu á skipulagi Reykholts, Kleppjárnsreykja, Bæjar og Hvanneyrar.

· Á fundinum í Lyngbrekku verður farið sérstaklega í kynningu á skipulagi íbúðahverfis í nágrenni félagsheimilisins.

· Á fundinum í Borgarnesi verður farið sérstaklega í kynningu á skipulagi Borgarness.

 

Share: