Borgarbyggð boðar íbúa til fundar um þjónustu sveitarfélagsins, helstu framkvæmdir sem framundan eru og þau mál sem efst eru á baugi í dag. Á fundunum munu sveitarstjóri og sviðsstjórar sveitarfélagsins ræða þessi málefni við íbúa.
Fundirnir fara fram á eftirtöldum stöðum:
Lindartunga, mánudaginn 31. mars, kl. 20.30
Háskólinn á Bifröst, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 17.30
Þinghamar, Varmalandi, þriðjudaginn 1. apríl, kl. 20.30
Hjálmaklettur, Borgarnesi, miðvikudaginn 2. apríl, kl.20.30
Skemman, Hvanneyri, fimmtudaginn 3. apríl, kl. 17.00
Logaland, fimmtudaginn 3. apríl, kl.20.30