Íbúafundir í næstu viku

janúar 23, 2020
Featured image for “Íbúafundir í næstu viku”

Sveitarstjórn Borgarbyggðar boðar til íbúafundar í  mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti að Borgarbraut 54 í Borgarnesi þriðjudaginn 28. janúar n.k.

Fundurinn hefst kl. 20:00

Á fundinum verður fjárhagsáætlun Borgarbyggðar kynnt. Í kjölfarið verður kynningarfundur um úrgangsmál í sveitarfélaginu meðal annars söfnun lífræns úrgangs og dýraleifa.*

Streymt verður beint frá fundinum og verður útsendingin aðgengileg á Facebook síðu Borgarbyggðar. Þá verður einnig stuðst við nútímalegar lausnir sem gerir íbúum kleift að senda inn fyrirspurnir beint á fundinnn til sveitarstjórnarmanna.

Að því loknu munu sveitarstjórnarmenn í Borgarbyggð sitja fyrir svörum.

 Sveitarstjórn Borgarbyggðar

*Athugið að fleiri fundir um úrgangsmál verða víðar í sveitarfélaginu í næstu viku. Þeir fundir verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

  • 27. janúar kl. 20:30: Lyngbrekka
  • 28. janúar kl. 18:00: Þinghamar
  • 29. janúar kl. 18:00: Landbúnaðarháskóla Íslands Hvanneyri
  • 29. janúar kl. 20:30: Logaland

 


Share: