Þann 22. mars 2017 verða liðin 150 ár frá því að Kristján VIII Danakonungur undirritaði löggildingarskjal þess efnis að Borgarnes hlyti stöðu sem löggiltur verslunarstaður. Í skjalinu er kveðið á um að heimilt sé að reisa sölubúðir og reka verslun við Brákarpoll allt árið. Af þessu markast afmæli staðarins. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun minnast þessara tímamóta með hátíðarfundi á afmælisdaginn.
Hátíðarnefnd hefur verið skipuð til að halda utan um og skipuleggja hátíðarhöld afmælisársins. Í nefndinni sitja Björk Jóhannsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Theodór Þórðarson og Theodóra Þorsteinsdóttir. Starfsmaður nefndarinnar er Anna Magnea Hreinsdóttir.
Nefndin er í óða önn að undirbúa hátíðardagskrá sem fram fer þann 29.apríl nk. að viðstöddum forseta vorum. Ein af þeim hugmyndum sem nefndina langar til að verði að veruleika er að birta með einhverjum hætti þá sýn sem íbúar hafa á framtíð Borgarness. Þess vegna óskar nefndin eftir því við íbúa að þeir komi með tillögur, eða m.ö.o. skrifi hugmyndir sínar um framtíðarsýn fyrir Borgarnes í reitinn sem er undir þessum tengli.
https://borgarbyggd.is/kannanir/framtidarsyn-borgarnes150ara