Fræðslunámskeið fyrir foreldra.
Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN
Þriðjudaginn 28.nóvember kl. 20 í Hjálmakletti verður Anna Steinsen þjálfari og eigandi KVAN með fræðslu fyrir foreldra. Í fyrirlestrinum kemur Anna inná það hvernig við hjálpum barninu að hafa heilbrigða og jákvæða sjálfsmynd? Hvernig við ýtum undir sjálfstraust, sjálfstæði, seiglu og góð samskipti hjá barninu. Hvernig við setjum mörk á uppbyggilegan hátt. Anna Steinsen er með meistaragráðu í tómstunda- og félagasmálafræði.
Hvetjum alla til að mæta á staðinn þar sem Anna Steinsen er líflegur og skemmtilegur fyrirlesari.
Hvenær: 28.nóvember 2023
Tímasetning: kl. 20:00
Staðsetning: Hjálmaklettur
Streymi: Hvernig setjum við mörk á uppbyggilegan hátt? – 08.11.2023 kl. 20:00 – YouTube