Hvað er náttúrupassi? Fundur í Landnámssetri í dag

janúar 13, 2015
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, boðar til opins fundar um frumvarp til laga um náttúrupassa í dag, þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:30 í Landnámssetrinu í Borgarnesi.
Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni Hvað er náttúrupassi? og á honum mun ráðherra kynna frumvarpið og svara fyrirspurnum.
Fundarstjóri verður Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst.
Allir áhugasamir hvattir til að mæta.
 
 

Share: