Hunda- og kattaleyfi í gildi hjá Borgarbyggð

apríl 16, 2014
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 5. febrúar 2014 að birt yrði skrá yfir heimilisföng skráðra hunda og katta í sveitarfélaginu á heimasíðunni. Sveitarstjórn samþykkti þetta á fundi sínum 13. febrúar 2014. Búið er að setja þess skrá undir málaflokkinn ,,Hreinlætismál“.
Hafin er vinna að endurnýjun samþykktar um hunda- og kattahald í Borgarbyggð í samræmi við ný lög og reglugerðir sem varða málaflokkinn.
 

Share: