Lögbundin hunda- og kattahreinsun verður á Birfröst miðvikudaginn 2. apríl 2008 kl. 16:00 – 18:00 í kyndistöðinni. Þeir eigendur hunda og katta á Bifröst sem ekki mæta með dýr sín til þessarar hunda- og kattahreinsunar eru beðnir um að skila vottorði á skrifstofu ráðhúss Borgarbyggðar um að dýr þeirra hafi verið hreinsuð annars staðar.
Samkvæmt hollustuháttarreglugerð nr. 941/2002, 15. kafla, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýr sín árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri og nýgotnar tíkur og 3-4 vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstaklega. Skylt er að ormahreinsa alla ketti 4 mánaða og eldri.
Öllum hunda- og kattaeigendum á Bifröst og nágrenni býðst að nota sér þessa þjónustu nú, en árleg hreinsun kemur síðan til með að vera í október ár hvert. Kostnaður við ormahreinsun hunda og katta er innifalinn í leyfisgjöldum sveitarfélagsins og því þurfa þeir sem að þegar hafa skráð hunda og ketti sína og greitt hafa leyfisgjaldið fyrir árið 2007 ekki að greiða sérstaklega fyrir hreinsunina. Aðrir þurfa að greiða fyrir þjónustu dýralæknis. Eins þarf að greiða fyrir ef óskað er eftir fleiru en bara ormahreinsuninni. Athugið að greiða þarf með peningum.
Allir hunda og kattaeigendur eru velkomnir. Skráningareyðublöð verða á staðnum fyrir þá sem vilja skrá dýr sín um leið og komið er með þau til hreinsunar. Mynd af dýrinu þarf að fylgja umsókn. Boðið verður upp á myndatöku á staðnum.
Upplýsingar um samþykktir um hunda- og kattahald í Borgarbyggð er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar. Sjá hér.
Nánari upplýsingar veitir umhverfis- og kynningarfulltrúi Borgarbyggðar í síma 433 7100 eða gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is
Mynd: Ragnheiður Stefánsdóttir