Hreyfivikan hófst af fullum krafti í Borgarbyggð í morgun með því m.a. að nemendur í 3. bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi lærðu grunnatriðin í SNAG golfi. Börnin voru mjög áhugasöm og skemmtu sér konunglega við ýmsar golf- og boltaþrautir. Á hæla þeirra komu eldri nemendur og var golfáhugi þeirra ekki síðri. Börnin voru einnig að hefja verkefnið „Allir í golf – Vesturland“ sem snýst um að kynna golf fyrir sem flestum íbúum í Borgarbyggð og á Vesturlandi. Golfklúbbur Borgarness býður börnum Borgarbyggðar að æfa og spila golf þeim að kostnaðarlausu í sumar.
Dagskrá hreyfivikunnar hér í Borgarbyggð er að finna á vef UMSB.