Hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir

október 6, 2017
Featured image for “Hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir”

Minnt er á að hreinsunarátak í dreifbýli stendur yfir og gámar verða til staðar til 16. október. Vegna mistaka var röng staðsetning kynnt í fyrri auglýsingu. Vakin er athygli á að gámar eru við Síðumúla en ekki Síðumúlaveggi. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Hreinsunarátak að hausti verður dagana 2.- 16. október. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum:

Bjarnastaðir – á eyrinni

(ath. að hliðið á að vera lokað)

Brautartunga

Brekka í Norðurárdal

Bæjarsveit

Grímsstaðir

Hvanneyri

Högnastaðir

Lindartunga

Lyngbrekka

Síðumúli

 

Mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana og að úrgangi sé vel raðað svo plássið nýtist sem best. Þegar gámar eru við það að fyllast hafið samband við Gunnar hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5847.

 

Heyrúlluplasti verður framvegis safnað á u.þ.b. tveggja mánaða fresti. Næsta plastsöfnunarferð er vikuna 25.-29. september. Plastsöfnunardagar verða birtir á sorphirðudagatali næst þegar það verður gefið út.

Opnir gámar fyrir almennt heimilissorp verða fjarlægðir af eftirtöldum stöðum í síðasta lagi 15. október: Lindartunga, Lyngbrekka, Lundar, Skeljabrekka, Brautartunga, Högnastaðir.

Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar


Share: