Líkt og undanfarin ár stendur sveitarfélagið fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 6.- 20. júní. Gámar fyrir timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum:
Bjarnastaðir – á eyrinni
(ath. að hliðið á að vera lokað) Brautartunga Brekka í Norðurárdal Bæjarsveit Grímsstaðir |
Hvanneyri
Högnastaðir Lindartunga Lyngbrekka Síðumúlaveggir |
Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsflokka.
Mikilvægt er að rétt sé flokkað í gámana. Þegar gámar fyllast hafið samband við Blæng hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5878.
Að þessum tíma liðnum verða gámarnir fjarlægðir af öllum svæðum nema Grímsstöðum.
Þá verða gámar fyrir almennt heimilissorp fjarlægðir af plani við Lindartungu á sama tíma.
Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar