Borgarbyggð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að huga að nánasta umhverfi sínu og hreinsa enn frekar til.
Minnt er á að tekið er við ökutækjum til afskráningar á gámastöðinni við Sólbakka.
Hópar sem hafa tök á að taka sér sérstök hreinsunarverkefni í sínu nærumhverfi eru hvattir til að hafa samband með tölvupósti: borgarbyggd@borgarbyggd.is
Molta og kurl verður aðgengilegt íbúum á planinu neðan við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Nákvæm tímasetning verður tilkynnt á miðlum Borgarbyggðar.
Langur laugardagur á Gámastöðinni við Sólbakka þann 9. maí, opið milli 10:00 og 17:00.
Munum að fylgja fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og munum að flokka rétt!