Hreinsum meira til!

maí 5, 2020
Featured image for “Hreinsum meira til!”

Borgarbyggð hvetur íbúa, fyrirtæki og stofnanir til að huga að nánasta umhverfi sínu og hreinsa enn frekar til.

Minnt er á að tekið er við ökutækjum til afskráningar á gámastöðinni við Sólbakka.

Hópar sem hafa tök á að taka sér sérstök hreinsunarverkefni í sínu nærumhverfi eru hvattir til að hafa samband með tölvupósti: borgarbyggd@borgarbyggd.is

Molta og kurl verður aðgengilegt íbúum á planinu neðan við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi. Nákvæm tímasetning verður tilkynnt á miðlum Borgarbyggðar.

Langur laugardagur á Gámastöðinni við Sólbakka þann 9. maí, opið milli 10:00 og 17:00.

Munum að fylgja fyrirmælum yfirvalda um sóttvarnir og munum að flokka rétt!

 

 


Share: