Hótel Reykholt – tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar.

ágúst 24, 2016
Featured image for “Hótel Reykholt – tillaga að breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar.”

Byggðarráð, í umboði sveitarstjórnar, samþykkir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar Hótels Reykholts, samkvæmt skipulagsuppdrætti með greinagerð dags. 22. júní 2016 til auglýsingar. Deiliskipulagið felur m.a. í sér stækkun hótelsins til austurs. Tillagan verði auglýst í samræmi við 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á einum uppdrætti þar sem einnig er greinargerð. Skv. skipulagsuppdrætti dags. 22.06.2016, sem felur m.a. í sér stækkun á  byggingarreit til austurs, fyrir fyrirhugaða viðbyggingu við Hótel Reykholt.

Tillagan liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 24. ágúst, 2016 til 5. október 2016 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 5. október 2016 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Reykholt – deiliskipulagstillaga


Share: