Félagar í spinninghópnumSpinnigal auk vina og vandamanna þeirra ætla að hjóla Hvanneyrarhringinn til styrktar Öldunni til kaupa á hugbúnaðnum Motiview sem gerir iðkendum kleift að horfa á ferðaleiðina í sýndarheimi, t.d. er hægt að hjóla um Borgarnes og hafa íslenska tónlist undir. Hópurinn leggur af stað kl. 18.15 frá planinu fyrir framan Arion banka í dag, þriðjudaginn 24.08.2021.
Undanfari söfnunar:
Í byrjun árs dreymdi Guðmund Stefán Guðmundsson, starfsmann Öldunnar um að hann væri að hjóla frá Borgarnesi á Sauðárkrók. Guðmundur ákvað í kjölfarið að setja sér markmið og hjóla þessa leið norður á æfingarhjóli. Markmið Guðmundar varð til þess að fleiri starfsmenn settu sér sambærileg markmið, meðal annars er verið að labba til Húsavíkur á göngubretti og hjóla til Ólafsvíkur og Akraness svo dæmi séu tekin. Það yrði mikil breyting að fá þessa viðbót til okkar í Ölduna og myndi hafa jákvæð áhrif á starfsemina.
Í dag er Guðmundur búinn að hjóla 427,3 km og er staddur rétt hjá Mývatni. Hann ætlar sér að fara hringinn í kringum Ísland á einu ári.
Frá Spinnigalhópnum:
Fyrr í sumar kom upp hugmynd þegar við sáum að það var verið að safna fyrir tæki fyrir Ölduna að þarna vildum við koma að því að aðstoða ef við gætum, því að við í þessum hópi vitum hvað spinning og hjólreiðar almennt er gott fyrir líkama og sál.
Þannig að nú kalla ég/við hér með eftir áheitum stórum sem smáum, frá einstaklingum og fyrirtækjum
Við í hjólahópnum vonumst eftir að þú/ þið getið lagt þessu verkefni lið…
Koma svo, saman getum við meira.
Leggja má beint inn á reikning:
0326-13-000004
510694-2289
Fyrir hópinn fara þau Guðrún Dan og Ingvar Breiðfjörð. Aldan þakkar hópnum kærlega fyrir framtakið. Starfsmenn munu mæta 18:15 og hvetja þau af stað.