Hopp hefur starfsemi í Borgarbyggð

júlí 11, 2022
Featured image for “Hopp hefur starfsemi í Borgarbyggð”

Fyrirtækið Hopp hefur hafið starfsemi í Borgarbyggð og eru rafskútur frá fyrirtækinu nú aðgengilegar í Borgarnesi. Borgarnes verður fyrsta útgáfan af þjónustusvæðinu fyrst um sinn, en fyrirtækið er nú þegar farið að horfa til fleiri svæða í sveitarfélaginu.

Alls verða 13 rafskútur í boði í Borgarnesi, en stefnt er að því fjölga jafnt og þétt á næstu vikum og mánuðum. Notendur geta séð þjónustusvæðið í heild sinni í Hopp- smáforritinu en nauðsynlegt er að hala niður forritinu til þess að leiga rafskútu.

Hopp er alíslenskt fyrirtæki sem er rekið hérlendis, allt frá hugbúnaðinum yfir í reksturinn. Öll starfsemi Hopp á Íslandi fer fram án notkun jarðefnaeldsneytis, til dæmis notar fyrirtækið einungis rafmagnsbíla til þess að skipta um rafhlöður á rafskútunum. Rafskúturnar hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum árum og er umhverfisvænn samgöngukostur, en hjólin eru knúin áfram á einungis rafmagni og eru því fullkomlega kolefnishlutlaus.

Með tilkomu Hopp munu valkostir íbúa við að velja sér umhverfisvænni samgöngumáta aukast enn fremur.


Share: