Höfðingleg gjöf til Varmalandsskóla

október 13, 2009
Magnús Ólafsson og Íris Grönfeldt
Magnús Ólafsson faðir nemanda við Varmalandsskóla kom færandi hendi á dögunum og gaf skólanum nokkur íþróttatæki. Dóttir Magnúsar hafði sagt pabba sínum að sér finndist vanta fleiri tæki fyrir frjálsar íþróttir. Hann brást snarlega við og færði skólanum kúluvarpskúlur, æfingaspjót, grindur og bolta. Bestu þakkir fyrir góða gjöf, Magnús! Frá þessu er sagt á heimasíðu skólans http://varmaland.is/
 

Share: