Höfðingleg gjöf Húsasmiðjunnar í Borgarnesi

október 20, 2009
Linda Björk Pálsdóttir fjármálastjóri sveitarfélagsins, tók í dag á móti gjöf frá Húsasmiðjunni í Borgarnesi til grunn- og leikskóla Borgarbyggðar. Um er að ræða nokkra kassa af jólaskrauti til notkunar í skólunum. Húsasmiðjunni eru hér færðar bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf sem án efa á eftir að lífga upp á skólana okkar og gleðja börn jafnt sem fullorðna.
 

Share: