Hljómlistarfélag Borgarfjarðar færði Tónlistarskóla Borgarfjarðar gjafir

maí 15, 2020
Featured image for “Hljómlistarfélag Borgarfjarðar færði Tónlistarskóla Borgarfjarðar gjafir”

Þann 12. maí s.l. fékk Tónlistarskóli Borgarfjarðar veglega gjöf frá Hljómlistarfélag Borgarfjarðar.

Gjöfin er hugsuð til að efla unga og efnilega tónlistarmenn í Borgarbyggð og vekja hjá þeim enn meiri áhuga og auka ánægju í sínu námi. Einnig er um að ræða búnað sem getur komið sér vel við að koma starfi skólans á framfæri, jafnt til foreldra, nemenda og almennings, eftir því sem við á.

Um er að ræða hljóð- og myndbandsupptökuvél sem tekur upp bæði hljóð og mynd í miklum gæðum, auk þess er einnig hægt að nota búnaðinn til að streyma viðburðum. Þá fékk tónlistarskólinn einnig Sonor sneriltrommu, Gibraltar sneriltrommustand og K&M trommustól.

Heildarverðmæti gjafarinnar er yfir 100.000 kr

Á myndinni má sjá fulltrúar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar og Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þau Soffía Björg Óðinsdóttir, Ólafur Flosason, Sigurþór Kristjánsson, Þóra Sif Svansdóttir, Daði Georgsson, Gunnar Ringsted, Birna Þorsteinsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir.    

Mynd: Olgeir Helgi

 

 

 

 

Fréttin birtist í 12. tbl. Íbúans.


Share: