Þann 12. maí s.l. fékk Tónlistarskóli Borgarfjarðar veglega gjöf frá Hljómlistarfélag Borgarfjarðar.
Gjöfin er hugsuð til að efla unga og efnilega tónlistarmenn í Borgarbyggð og vekja hjá þeim enn meiri áhuga og auka ánægju í sínu námi. Einnig er um að ræða búnað sem getur komið sér vel við að koma starfi skólans á framfæri, jafnt til foreldra, nemenda og almennings, eftir því sem við á.
Um er að ræða hljóð- og myndbandsupptökuvél sem tekur upp bæði hljóð og mynd í miklum gæðum, auk þess er einnig hægt að nota búnaðinn til að streyma viðburðum. Þá fékk tónlistarskólinn einnig Sonor sneriltrommu, Gibraltar sneriltrommustand og K&M trommustól.
Heildarverðmæti gjafarinnar er yfir 100.000 kr
Á myndinni má sjá fulltrúar Hljómlistarfélags Borgarfjarðar og Tónlistarskóla Borgarfjarðar, þau Soffía Björg Óðinsdóttir, Ólafur Flosason, Sigurþór Kristjánsson, Þóra Sif Svansdóttir, Daði Georgsson, Gunnar Ringsted, Birna Þorsteinsdóttir og Theodóra Þorsteinsdóttir.
Mynd: Olgeir Helgi
Fréttin birtist í 12. tbl. Íbúans.