Íbúar við Stöðulsholt sendu Byggðarráði ábendingu um að brýn þörf væri á hljóðvegg við Hrafnaklett. Ákveðið var að bregðast við þeirri beiðni og voru fulltrúar í stjórn knattspyrnufélags Skallagríms fengnir til að smíða vegginn. Myndin er af Páli Brynjarssyni, formanni deildarinnar, ásamt ánægðum íbúa.
Fréttaskot Umhverfis-og skipulagssviðs nr. 22