
Stór hluti íþróttavallarins(grasvallarins) er með hitalögnum og tvær af sex hlaupabrautum einnig en hringurinn er um 400m að ummáli.
Til fróðleiks má geta þess að hitaslaufan í hlaupabrautunum er samtals 5.000m að lengd og hitaslaufan í miðju íþróttavallarins er 14.000m. Samtals eru þessar hitaslaufur því 19 þúsund metrar að lengd eða 19 km.
Nú er hiti semsagt komin á hlaupabrautina en grasvöllurinn verður ekki hitaður að sinni.