Hlaupabrautirnar hitaðar

janúar 13, 2014
Hita hefur nú verið komið á hlaupabrautina á íþróttavellinum í Borgarnesi. Árið 2009 var ákveðið að slökkva á hitanum í sparnaðarskyni og hafa íþróttavöllur og hlaupabraut verið óupphituð síðan.
Stór hluti íþróttavallarins(grasvallarins) er með hitalögnum og tvær af sex hlaupabrautum einnig en hringurinn er um 400m að ummáli.
Til fróðleiks má geta þess að hitaslaufan í hlaupabrautunum er samtals 5.000m að lengd og hitaslaufan í miðju íþróttavallarins er 14.000m. Samtals eru þessar hitaslaufur því 19 þúsund metrar að lengd eða 19 km.
Nú er hiti semsagt komin á hlaupabrautina en grasvöllurinn verður ekki hitaður að sinni.
 

Share: