Hittumst í hádeginu, fimmtudag!

desember 9, 2009
Frá átakshópi um atvinnumál í Borgarbyggð
Opinn fundur með Fjárfestingastofu fimmtudaginn 10. desember kl. 12:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar
Þórður Hilmarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu mun segja frá möguleikum í „fjárfestingum“ erlendra aðila, hvað þurfi til og hvað Fjárfestingastofaer að skoða um þessar mundir. Er það eitthvað sem er áhugavert fyrir Borgarfjörð og íbúa Borgarbyggðar?
Hægt verður að kaupa súpu og brauð á staðnum.
Komið, fylgist með og takið þátt.
 

Share: