Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ dagana 22.-24. júlí

júlí 19, 2022
Featured image for “Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ dagana 22.-24. júlí”
Dagskrá:

 

Föstudagur 22. júlí
• Fyllum samfélagsmiðla af Vesturlandi skreyttu í regnbogalitunum með myllumerkjunum #hinseginvest #hinseginvest22.

• Lautarferð í heimahaga – hittum fólkið okkar og höfum kósý í lautarferð með góðum veitingum til fjalls eða fjöru.

• Systur í Frystiklefanum á Rifi kl 20:30 – miðasala hjá Frystiklefanum á Rifi.

• Pallaball á góðri stund í Grundarfirði kl 23:00 – sætaferðir frá Ólafsvík.

 

Laugardagur 23. júlí
• Regnbogakrossfit á Smiðjugötu 5 á Rifi kl 10:00.

• Gleðiganga í Ólafsvík kl 14:00 – fögnum fjölbreytileikanum og göngum ÖLL saman til að styðja réttindabaráttu hinsegin fólks. Lagt af stað móts við Ólafsbraut 66, gengið eftir Ólafsbraut, hring upp Kirkjutún og endað í Sjómannagarðinum.

• Skemmtidagskrá í Sjómannagarðinum í Ólafsvík eftir göngu.
Kynnir verður dragdrottingin Miss Agatha P. Meðal þeirra sem koma fram eru:
– Systur
– Hljómsveitin Eva
– Bolli og Bjalla úr Stundinni okkar
– Fævý Blær Þórdísar
– Guðrún St. Guðbrandsdóttir forseti Hinsegin Vesturlands o.fl.

• Queer as hell Diskó á rekS með DJ AlexanderAron kl. 22:00-01:00.

 

Sunnudagur 24. júlí
• Regnbogasundlaugardiskó í fyrir alla fjölskylduna í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík kl 13-14

 

Borgarbyggð hvetur íbúa og fyrirtæki til þess að skreyta í öllum regnboganslitum og fjölmenna á hátíðina í Snæfellsbæ um helgina.


Share: