Heimsókn franska sendiherrans til Borgarbyggðar

maí 15, 2008
Menningarfulltrúi Borgarbyggðar tók á móti franska sendiherranum Olivier Mauvisseau í morgun, en hann ætlar að verja deginum hér í Borgarbyggð með fylgdarliði sínu. Meginástæða heimsóknarinnar er vinabæjarsamband
Borgarness og Bonsecours á norðanverðu Frakklandi og minning skipsáhafna Pourquoi-pas? sem fórst við Mýrar 1936.
Fyrirhuguð dagská
09.30 – Ráðhús Borgarbyggðar – móttaka.
09.45 – Stutt PP-kynning á sveitarfélaginu.
10.00 – Fundur sendiherrans með sveitarstjórnarmönnum og sveitarstjóra
11.00 – Heimsókn í Menntaskóla Borgarfjarðar – sveitarstjóri eða sveitarstjórnarmaður fer með í bíl sendiherrans sem leiðsögumaður.
12.00 – Hádegisverður á Hótel Hamri
13.00 – Lagt af stað í Straumfjörð
13.25 – Minnismerkið í Straumfirði heimsótt
14.45 – Sýning um börn – Safnahús Borgarfjarðar. Ekið að húsunum í Englendingavík á leið í Landnámssetur.
15.30 – Kaffi í Landnámssetri.

Share: