Heimildamynd um Norræna goðafræði og Íslendingasögur

september 22, 2008

Sunnudaginn 28. september kl. 16 verður frumsýnd á Söguloftinu í Landnámssetri heimildamynd um Norræna goðafræði og Íslendingasögurnar.
Myndin er gerð af austurrískum kvikmyndagerðarmönnum sem hafa áður gert fjölda heimildamynda sem sýndar hafa verið á sjónvarpstöðvum eins og Discovery Channel og National Geography. Myndin hefur verið þrjú ár í undibúningi, tekin víðs vegar um landið þó að stórum hluta á Vesturlandi. Í myndinni eru sviðsett atriði úr sögunum og er Hjörleifur Stefánsson á Ánabrekku einn aðalleikari myndarinnar.

Í fyrri hlutanum er saga landsins rifjuð upp með hjálp Snorra-Eddu. Við kynnumst m.a. hinum sögufræga Ásgarði, heyrum af Niflheimi, landi kulda og dauða, að ógleymdum Svartálfaheimi, bústað trölla og náttdverga. Auk þess er rakinn skyldleiki þess sem segir í Snorra-Eddu við hina víðfrægu Niflunga.
Í myndinni eru helstu Íslendingasögurnar kynntar og hvernig við getum enn í dag upplifað sögusvið þeirra á ferð um landið. Sagt er frá hvernig að á 13. öld var farið að skrásetja sögu landnámsmannanna, og að þessar frásagnir, Íslendingasögurnar, séu enn með verðmætustu
dýrgripum íslenskrar sögu. Meðal sagna sem fjallað er um í myndinni er Egils saga, Njálssaga, Eiríks saga rauða, og Gísla saga Súrssonar. Þetta eru aðeins örfáar þeirra sagna sem fjallað er um. Hinar Hrafnkels saga, Grettis saga, Eyrbyggja saga, Harðar saga og Laxdæla saga.
Allir eru velkomnir á sýninguna. Miðaverð er kr. 600
(Fréttatilkynning)
 

Share: