Hefur þú skoðun á skipulagsmálum ?

júní 20, 2023
Featured image for “Hefur þú skoðun á skipulagsmálum ?”

Borgarbyggð hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú skipulags- og matslýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um efni lýsingarinnar og þær áherslur um endurskoðunina sem þar birtast.

Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar og sjónarmið sem varða efni hennar í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is fyrir 4. september 2023.

Vakin er athygli á að kynningafundur um skipulagslýsinguna er áformaður í ágúst nk. og verður auglýstur sérstaklega á heimasíðu sveitarfélagsins þegar nær dregur.

Kynning lýsingarinnar er skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.


Share: