Haustnámskeið Mótorsmiðju

október 16, 2003
 
Sex vikna haustnámskeið í Mótorsmiðjunni í gamla hafnarhúsinu í Brákarey er nú langt komið. Góð mæting hefur verið í þetta tómstundatilboð og margir unglingarnir gert góða hluti í bílaviðgerðum og mótorgrúski.
Pétur Hannesson er leiðbeinandi í mótorsmiðjunni og vildi hann taka fram að hópurinn í haust væri hörkuduglegur og þar væri eflaust að finna bifvélavirkja framtíðarinnar. Mótorsmiðjan, eitt af mörgum tómstundatilboðum í sveitarfélaginu.
i.j.

Share: