S.l. föstudagskvöld fór fram kjör á Íþróttamanni Borgabyggðar í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi.
Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem deildir og félög höfðu tilnefnd til valsins.
Það er Tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda af vali þessu.
Íþróttafólkið og fulltrúar þeirra sem ekki voru viðstaddir. |
Veittar voru viðurkenningar til íþróttamanna sem deildir og félög höfðu tilnefnd til valsins.
Það er Tómstundanefnd Borgarbyggðar sem hefur veg og vanda af vali þessu.
Hallbera Eiríksdóttir, Umf. Skallagrím var valin frjálsíþróttamaður ársins, Benedikt Líndal, Skugga var valinn hestamaður
ársins, Pálmi Þór Sævarsson Umf. Skallagrími var valinn körfuknattleiksmaður ársins, Einar Þ. Eyjólfsson Umf. Skallagrími
var valinn knattspyrnumaður ársins, Guðmundur Daníelsson, Golfklúbbi Borgarness var valinn golfari ársins,
Helgi Sveinsson Kveldúlfi var valinn íþróttamaður Kveldúlfs og Trausti Eiríksson Umf. Skallagrími var valinn badmintonmaður ársins.
ársins, Pálmi Þór Sævarsson Umf. Skallagrími var valinn körfuknattleiksmaður ársins, Einar Þ. Eyjólfsson Umf. Skallagrími
var valinn knattspyrnumaður ársins, Guðmundur Daníelsson, Golfklúbbi Borgarness var valinn golfari ársins,
Helgi Sveinsson Kveldúlfi var valinn íþróttamaður Kveldúlfs og Trausti Eiríksson Umf. Skallagrími var valinn badmintonmaður ársins.
Úr tilnefningum ákvað Tómstundanefnd að útnefna Hallberu Eiríksdóttur frjálsíþróttamann sem Íþróttamann Borgarbyggðar árið 2003.
Stjórn Ungmennafélagsins Skallagríms veitti viðurkenningar frá stjórn Skallagríms til þeirrar deildar sem þótti hafa staðið sig
best á liðnu ári og fékk badmintondeildin þá viðurkenningu að þessu sinni. Einnig veitti stjórnin starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar
viðurkenningu fyrir þjónustu og hjálpsemi við íþróttastarfið á liðnum árum.
best á liðnu ári og fékk badmintondeildin þá viðurkenningu að þessu sinni. Einnig veitti stjórnin starfsfólki íþróttamiðstöðvarinnar
viðurkenningu fyrir þjónustu og hjálpsemi við íþróttastarfið á liðnum árum.
Heiðar Ernest Karlsson fékk viðurkenningu úr Minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar og þjálfarastyrkur var í fyrsta
skipti veittur úr sjóðnum og hlutu hann að þessu sinni þjálfarar úr knattspyrnu og körfuknattleiksdeild.
skipti veittur úr sjóðnum og hlutu hann að þessu sinni þjálfarar úr knattspyrnu og körfuknattleiksdeild.
Jófríður Sigfúsdóttir fékk við sama tækifæri viðurkenningu fyrir störf sín í þágu íþrótta- og æskulýðsmála sveitarfélagsins.
Við óskum íþróttafólkinu til hamingju með árangurinn.
i.j.