Hafþór Ingi Gunnarsson Íþróttamaður Borgarbyggðar

janúar 30, 2006
Hafþór Ingi Gunnarsson fyrirliði úrvalsdeildarliðs Skallagríms í körfuknattleik var í gær útnefndur af tómstundanefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar árið 2005.
 
Aðrir þeir sem tilnefndir voru frá deildum og félögum voru:
Frjálsar íþróttir:
Bergþór Jóhannesson, Umf, Stafholtstungna
Hestaíþróttir:
Þórdís Fjeldsted Þorsteinsdóttir, Faxa
Rasmus Christansen, Skugga
og valdi tómstundanefnd Rasmus Christansen sem hestaíþróttamann ársins.
Knattspyrna:
Ingólfur H. Valgeirsson Umf. Skallagrím
Golf:
Trausti Eiríksson, Golfklúbbi Borgarness
Badminton:
Trausti Eiríksson Umf. Skallagrím
Sund:
Siguður Þórarinsson Umf. Skallagrím
 
Valgerður, Ingibjörg fulltrúi Freyju og Guðrún.
Einnig heiðraði tómstundanefnd þær Freyju Bjarnadóttir Umf. Skallagrími, Valgerði Björnsdóttur Umf. Stafholtstungna og Guðrúnu Sigurðardóttur Umf. Agli fyrir óeigingjörn störf við íþrótta- og æskulýðmál í sveitarfélaginu ( leiklistarstörf) við sama tilefni.
 
 
 
Umf. Skallgrímur viðurkenningar við sama tækifæri.
Að þessu sinni var það sunddeild Skallagríms sem fékk hvatningarviðurkenningu fyrir gott starf og Ólafur Helgason formaður körfuknattleiksdeildar fékk viðurkenningu fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir deildina á liðnum árum.
 
Veitt var viðurkenning úr Minningarsjóð Auðuns H. Kristmarssonar og voru það þeir félagarnir Trausti Eiríksson og Bjarki Þór Gunnarson sem fengu viðurkenningu og styrk úr sjóðnum að þessu sinni.
 
Bæjarstjórn styrkir íþróttastarfið.
Fjölmenni sótti athöfnina sem var að að loknum leik Skallagrím og Hauka í gær og notaði Helga Halldórsdóttir forseti bæjarstjórnar tækifærið og kom með veglegan peningastyrk til körfuknattleiksdeildar frá bæjarstjórn vegna góðs árangurs og starfs í körfunni í vetur, bæði í yngriflokkastarfi, mfl. kvenna og mfl. karla sem Ólafur Helgason formaður veitti viðtöku.
 
ij.
 
 
 
 

Share: