Gullna hliðið hjá Skallagrími

febrúar 24, 2010
Leikdeild Ungmennafélagsins Skallagríms er þessa dagana að æfa leikritið Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og er áætluð frumsýning þann 5. mars næstkomandi.
Það eru fjölmargir sem taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, leikarar eru um 20 talsins og fjölmargir aðrir taka þátt í uppsetningunni. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en hann er leikdeildinni að góðu kunnur enda hefur hann leikstýrt hópnum tvisvar áður.
Æfingar standa yfir þessa dagana í félagsheimilinu Lyngbrekku í Borgarbyggð.

 

Share: