Grunnskólinn í Borgarnesi – frá kynningarfundi

ágúst 28, 2017
Featured image for “Grunnskólinn í Borgarnesi – frá kynningarfundi”

Miðvikudaginn 23. Ágúst var haldinn opinn kynningarfundur í Hjálmakletti um niðurstöður úr úttekt verkfræðistofunnar Eflu á húsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og fyrirhugaðar framkvæmdir við endurbætur á skólahúsnæði Grunnskólans í Borgarnesi og viðbyggingu. Fundurinn var sérstaklega ætlaður kennurum, starfsfólki, foreldrum og nemendum við Grunnskólann. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, starfsmaður Eflu, kynnti niðurstöður úr úttekt á húsnæði skólans. Orri Árnason arkitekt fór yfir fyrirhugaðar framkvæmir við viðbyggingu og hvernig þær tengjast aðgerðum til að fyrirbyggja raka í húsnæði grunnskólans. Fundurinn var vel sóttur og sköpuðust á honum líflegar umræður um niðurstöður skýrslunnar, viðhaldsverk í framhaldi af þeim svo og fyrirhugaða viðbyggingu.

Með fylgja þær glærur sem Sylgja fór yfir á fundinum.

Grunnskólinn í Borgarnesi 23.08.2017-loka


Share: