Grunnskólinn í Borgarnesi fær styrk úr menntahluta Erasmus+

september 17, 2018
Featured image for “Grunnskólinn í Borgarnesi fær styrk úr menntahluta Erasmus+”

Grunnskólinn í Borgarnesi fær 34.156 evra styrk vegna verkefnisins „Enjoyable MATHS“.

Um er að ræða samstarfsverkefni skóla í fjórum löndum, en auk Íslands taka Tékkland, Ítalía og Spánn þátt í verkefninu. Meðal markmiða þess er að kynnast mismunandi aðferðum sem notaðar eru við stærðfræðikennslu og gefa nemendum tækifæri til að umgangast jafnaldra frá öðrum löndum og kynnast menningu þeirra og siðum. Verkefnið mun standa yfir í 2 ár.

Gert er ráð fyrir að 18 nemendur úr Borgarnesi heimsæki samstarfslöndin og vinni með jafnöldrum sínum að margvíslegum stærðfræðiverkefnum. Í september 2019 er von á 18 nemendum frá samstarfsskólunum hingað og munu þeir gista á heimilum Borgnesinganna.

Margrét Skúladóttir og Helga Stefanía Magnúsdóttir kennarar stýra verkefninu af hálfu Grunnskólans í Borgarnesi.

Grunnskólinn í Borgarnesi er einn þriggja skóla á Vesturland sem fær styrk að þessu sinni en aldrei hafa jafn mörg verkefni fengið styrk í þessum verkefnaflokki. Veitir Erasmus+ styrkur skólum einstakt tækifæri til að efla alþjóðlegt samstarf og nýsköpun. Grunnskólinn í Borgarnesi hefur áður tekið þátt í evrópskum verkefnum. Má þar nefna verkefnið „Water around us“ sem unnið var á unglingastigi.


Share: