Nú þegar haustið er í hámæli með fallegum haustlitum er rétt að minna á að haustlægðir gætu legið handan við hornið og styttist að sama skapi í snjó og ófærð.
Af því tilefni er minnt á eftirfarandi:
- Íbúar eru beðnir að festa sorpílát tryggilega og ganga frá lokum þeirra þannig að þau fjúki ekki upp. Fjúkandi úrgangur og sorpílát eru á allan hátt afar óheppileg.
- Skorað er á lóðarhafa að snyrta gróður sem nær út fyrir lóðamörk við götur, gangstéttar og stíga, þar sem hann veldur óþægindum fyrir gangandi vegfarendur og umferð ökutækja og skyggir á umferðarskilti og merkingar. Mikilvægt er að þessu sé sinnt áður en skammdegið skellur á, vegna öryggis og snjómoksturs. Hæð undir gróður við gangstéttir skal ekki vera minni en 2,8 m og við akbraut 4,5 metrar.
Fjallað er um gróður í kafla 7 í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Sinni lóðarhafi þessu ekki, er sveitarfélaginu heimilt að fjarlægja nauðsynlegan gróður á kostnað lóðarhafa.
Íbúar eru því hvattir til að nýta góða veðrið framundan til að huga að þessum málum.