Föstudaginn 26. júní 2015 var grenndarstöðinni við veginn að Valbjarnarvöllum lokað. Lokun þessi er í samræmi við breytingar sem unnið hefur verið að, á fyrirkomulagi sorphirðu í dreifbýli. Í því felst að heimili í dreifbýli eru komin með sorptunnu fyrir heimilisúrgang og grænu tunnuna. Stærri gámastöðvum í dreifbýli verður fækkað smátt og smátt og stefnt að því að þær verði að lokum 4 í sveitarfélaginu.
Gámar fyrir heimilisúrgang verða staðsettir í grennd við sumarhúsahverfi og er þegar byrjað að hugað að því.
Gámastöðin að Sólbakka í Borgarnesi er opin virka daga frá kl. 14.00 til 18.00 og á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00.