Grænfánanum flaggað á Hvanneyri

janúar 31, 2013
Föstudaginn 25. janúar síðastliðin var grænfánanum flaggað í 6. sinn á Hvanneyri. Hvanneyrardeild Skólinn á Hvanneyri er annar tveggja skóla sem hefur verið með frá upphafi verkefnisins en grænfánanum var fyrst flaggað við Andakílsskóla á skólaslitum 4. júní 2002.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Nánar má sjá um verkefni undir tenglinum Grænfáni á síðu Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar. www.gbf.is
 

Share: