Grábrókargígar í Norðurárdal

júní 5, 2008
Viðhaldsvinna á vegum Borgarbyggðar við Stóru-Grábrók er hafin með styrk frá Ferðamálastofu. Búið er að laga þau þrep sem voru brotin eða laus á leiðinni upp á hana. Grábrókarsvæðið var friðlýst árið 1962. Hér má sjá hvað reglur gilda um svæðið og hver mörk svæðisins eru. Ferðamenn eru vinsamlegast beðnir að halda sig við merkta göngustíga þar sem gjallið er laust í sér og mosaþekjan fljót að hverfa ef gengið er yfir hana.

Loftmynd: Loftmyndir ehf.


Share: