Umhverfisstofnun hefur nú gefið út skýrslu um ástandsmat áfangastaða innan friðlýstra svæða árið 2019.
Borgarbyggð státar af fimm stöðum sem eru skilgreindir sem áfangastaðir innan friðlýstra svæða; Eldborg, Geitland, Grábrók, Hraunfossar og Húsafell.
Allir staðirnir utan Geitlands fá yfir 8 í heildareinkunn og með þeirri einkunn rata staðirnir inn á lista yfir staði sem standast vel það álag sem á þeim er, svonefndir grænir áfangastaðir.
Geitland er eini áfangastaður innan Borgarbyggðar sem ekki nær viðmiðum fyrir græna einkunn, en hækkar þó á milli ára. Fram kemur í skýrslunni að efla þurfi þar landvörslu, og bæta merkingar. Útbreiðsla lúpínu dregur niður verðmætaeinkunn auk þess sem nokkuð er um akstur utan vega.
Athygli vekur að Grábrókargígar eru nú komnir með 8, 63 í einkunn, en sá áfangastaður var á appelsínugulum lista árið 2016, sem er listi yfir áfangastaði sem eiga á hættu að tapa verndargildi og þarfnast aðgerða.
Lesa má skýrslu Umhverfisstofnunar hér