Göngur Ungmennasambands Borgarfjarðar í sumar

júní 10, 2010
Í sumar verður gengið að ýmsum fossum í héraðinu, sérstaklega þeim sem ekki eru í alfaraleið. Göngurnar verða flestar að venju á fimmtudagskvöldum. Auk þess verður gengið á Þyril og Varmalækjarmúla sem eru fjöll UMSB í verkefni UMFÍ, “fjölskyldan á fjallið” og verða gestabækur þar í sumar.
Föstudaginn 11. júní, kl. 19.00 verður farið með gestabók á Þyril í Hvalfirði.
Miðvikudaginn 23.júní. kl.20.00. Jónsmessuganga á Varmalækjamúla.
Fimmtudaginn 8. júlí kl.19.30. Gengið með Botnsá og skoðaðir fossar (ekki Glymur)
Fimmtudaginn 22. júlí kl. 19.30. Fossaganga með Fitjaá í Skorradal, Hvítserkur og fleiri fossar.
Fimmtudaginn 5. ágúst. Kl. 19.30. Deildargil við Hraunsás í Hálsasveit.
Fimmtudaginn 19. ágúst kl. 19.30. Gengið upp með Rauðsgili og fossarnir þar skoðaðir.
Fimmtudaginn 2. september kl. 19.30. Gengið um Árdalsgil við Árdal.
Nánari upplýsingar um göngurnar er hægt að fá í síma
862 6361 og á vefnum www.umsb.is
 
 

Share: