Göngum vel um – ruslið í tunnurnar!

apríl 28, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Krakkarnir í þriðja bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi notuðu góða veðrið á síðasta vetrardag til að tína rusl í nágrenni skólans, íþróttahússins, hótelsins og víðar.
Eins og sést á myndinni fundu krakkarnir mjög mikið af rusli. Þau vilja minna alla á að setja allt rusl í ruslatunnur, hætta að henda rusli á jörðina og hugsa mjög vel um náttúruna.
 
 

Share: