Göngufólk athugið!

október 17, 2008
Nýverið hefur gönguleið frá Álatjörn að Háfsvatni í Einkunnum verið stikuð og aftur til baka að Litlu-Einkunnum. Leiðin er mjög blaut á köflum og því um að gera að vera vel skóaður. Stikurnar sjást vel að og því auðvelt að rata eftir þeim. Einnig hafa fleiri gönguleiðir í Einkunnum verið stikaðar undanfarnar vikur. Þar má m.a. nefna gönguleið frá bílastæði að rjóðri, með bekk í, við Nyðri-Einkunn og að rjóðri við Syðri-Einkunn, þar sem einnig er bekkur og þaðan aftur að bílastæðinu. Á Syðri-Einkunn var í sumarbyrjun reist 10. varðan í vörðuverkefninu og sést hún langt að. Það eru þeir Hilmar Már Arason og Finnur Torfi Hjörleifsson báðir nefndarmenn í umsjónarnefnd Einkunna sem stikað hafa gönguleiðirnar. Sjá hér frekari upplýsingar um Einkunnir. Stikurnar voru búnar til hjá Skógrækt ríkisins á Vesturlandi og málaðar í toppinn hjá Fjöliðjunni í Borgarnesi.
Mynd: Finnur Torfi Hjörleifsson

Share: