Góðir gestir á Varmalandi

apríl 17, 2013
Þessa vikuna hafa krakkar frá Danmörku og Litháen verið í heimsókn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Varmalandi. Um er að ræða samstarf sem styrkt er af NordPlus. Gestirnir gistu á heimilum nemenda skólans og hafa þannig fengið íslenska menningu beint í æð. Þau fást við ýmis viðfangsefni ásamt krökkunum í 9. og 10. bekk og snúa verkefnin t.d. að íslenskri náttúru og tungumálum. Hópurinn fer á Lyngbrekkuballið í Logalandi í kvöld og gistir síðan í skólanum. Heimsókninni lýkur á föstudagsmorgun.
 

Share: