Frá samstarfshópi um atvinnumál:

Fimmtudaginn 26. nóvember næstkomandi verður haldinn hádegisverðarfundur í Geirabakarí, nánar tiltekið kl. 12:00, þar sem hópurinn mun, ásamt góðum gestum, kynna hlutverk sitt ásamt því sem einstaklingar stíga á stokk og kynna þá vinnu sem í gangi er á svæðinu til eflingar atvinnulífs. Fundurinn er öllum opinn og eru allir þeir sem láta sig atvinnulíf í Borgarbyggð varða hvattir til að mæta og taka þátt í þeirri vinnu sem af stað er farin. Ætlunin er að halda áfram með fundi sem þessa, má þar nefna að fulltrúar frá Fjárfestingarstofu munu koma á opinn fund 10. desember næstkomandi og kynna sína starfsemi.
Oft er þörf en nú er nauðsyn, mætum í Geirabakarí og tökum þátt í umræðunni! Sjá auglýsingu hér