Elín Matthildur Kristinsdóttir hélt námskeið fyrir starfsfólk Borgarbyggðar um gleði, jákvæðni og sjálfsábyrgð einstaklinga. Fjallað var um þrautseigju, hugarfar, styrkleika og gildi, um mikilvægi jákvæðra tilfinninga og áhrif þeirra á eigið líf. Einnig um áhrif hugsana á tilfinningar og líðan. Mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin líðan, hamingju og velferð var undirstrikað upp að því marki sem hægt er og fjallað um áhrif fólks hvert á annað. Einnig var gerð grein fyrir áhrifum uppalenda og fyrirmynda á börn. Að lokum var fjallað um markmiðasetningar út frá styrkleikum og í samræmi við eigin gildi.