Gjöf til Andabæjar og Hnoðrabóls

janúar 30, 2019
Featured image for “Gjöf til Andabæjar og Hnoðrabóls”

Leikskólarnir Andabær og Hnoðraból fengu myndalega gjöf á dögunum. Um er að ræða prjónaða þvottaklúta sem íbúar Brákarhlíðar hafa unnið af mikilli natni. Þessir klútar munu nýtast vel í starfi leikskólanna. Leikskólastjórar skólanna þær Sjöfn og Ástríður, fengu þann heiður að taka á móti gjöfinni og fræðast um allt það skemmtilega starf sem unnið er í Brákarhlíð.

Skólarnir þakka kærlega fyrir fallega gjöf.


Share: