
Samkvæmt samningnum eru tannlækningar barna greiddar að fullu af SÍ fyrir utan 2.500 kr. komugjald sem greiðist í upphafi hvers 12 mánaða tímabils. Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning barns hjá heimilistannlækni. Börn sem falla ekki enn undir aldursmörk samningsins, eru í bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður geta engu að síður sótt um fulla greiðsluþátttöku.
3ja ára börn, 12-17 ára börn og börn í bráðavanda falla undir samninginn árið 2013
Í upphafi tók samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna. Þann 1. september sl. bættust við 3ja, 12, 13 og 14 ára börn. Í áföngum munu öll börn falla undir samninginn, sjá áfangaskiptingu hér fyrir neðan. Samningurinn tekur einnig til barna sem ekki hafa náð aldursmörkum samningsins en eru í bráðavanda og búa við erfiðar félagslegar aðstæður skv. umsókn og tilvísun frá tannlækni. Þau börn sem samningurinn tekur ekki strax til eiga áfram rétt á greiðsluþátttöku vegna tannlæknakostnaðar í samræmi við endurgreiðslugjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands.