Gatnagerð við Túngötu 1-8 á Hvanneyri

desember 31, 2008
Nú í haust var unnið við efnisskipti og sett nýtt malbik við Túngötu 1-8 á Hvanneyri. Eftir er að steypa gangstétt og setja kantstein, en það verður gert um leið og tíðarfar leyfir.
 
Verktakar eru JBH-Vélar í Borgarnesi og Heyfang á Hvítárvöllum.
Verkið var útboðsverk sem boðið var út í sumar, tilboðið verktakanna (lægstbjóðenda) hljóðaði uppá 9.406.490 kr.
Alls buðu 4 verktakar í verkið.
Mynd: Sigurjón Einarsson

Share: