Gaman í snjónum

október 8, 2013
Fyrsta snjónum var vel fagnað á Hvanneyri í dag. Í skólanum var útiíþróttatíminn nýttur til fulls og farið í eltingaleik á línum og snjóstríð. Þá var útbúið skemmtilegt snjóvirki fyrir krakkana að leika sér í. Þriðji og fjórði bekkur stjórnaði leikjum í frímínútum, skotbolta og dimmalimm. Allir kátir og glaðir á Hvanneyri í dag!
 
 

Share: