Laugardaginn 21. maí n.k. verður haldinn atvinnuvegasýning þar sem borgfirsk fyrirtæki kynna vörur sínar.
Sýningin hefst í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi kl. 11,oo þar sem veitt verður viðurkenning til fyrirtækis ársins í Borgarbyggð. Einnig verður þar tískusýning, dansarar frá Kleppjárnsreykjaskóla sýna listir sínar, tónlistaratriði, Borgarnesmót í flökun á vegum Eðalfisks og reiðskóli Bjarna Guðjónssonar býður börnunum á hestbak.
Fjöldi fyrirtækja kynna þjónustu sína frá kl. 11,oo – 16,oo og Borgarneskjötvörur verða með heitt í kolunum á grillinu á plani íþróttamiðstöðvarinnar meðan á sýningunni stendur.
Opið hús verður á eftirtöldum stöðum:
Límtré – Vírnet
Loftorku
Ferðaþjónustunni Bjargi
Ferðaþjónustunni Indriðastöðum
Sparisjóði Mýrasýslu Hyrnutorgi
Borgarverki
Tölvuþjónustu Vesturlands
Hótel Hamri
Golfklúbbi Borgarness
Landnámssetri