Gæsla fyrir börn fædd 2001 – 2004

maí 10, 2011
Í gær, mánudag, rann út frestur til að skrá grunnskólabörn í gæslu í júnímánuði. Aðeins hafa borist tvær skráningar og því er skráningarfrestur framlengdur um viku.
Um er að ræða gæslu sem verkstjórar og nemendur vinnuskólans verða með fyrir börn fædd 2001-2004.
Starfsemin verður í Óðali og mun byggjast á inni- og útileikjum og vettvangsferðum. Tímabilið er frá og með 6. júní til og með 5. júlí, klukkan 8:30-16:00. Hægt er að velja eina, tvær, þrjár eða fjórar vikur. Gjald fyrir hverja viku er kr. 2.500.
Þeir sem hafa áhuga hafi samband við Ásthildi Magnúsdóttur asthildur@borgarbyggd.is fyrir 16. maí nk.
 

Share: