Gæludýraeftirlitsmaður – laust starf

febrúar 1, 2011
Laust er til umsóknar starf gæludýraeftirlitsmanns Borgarbyggðar norðan Hvítár. Um lítið hlutastarf er að ræða. Hlutverk hans er að sjá til þess að reglum sveitarfélagsins um hunda- og kattahald sé framfylgt í samvinnu við umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa.
Annar gæludýraeftirlitsmaður starfar á svæðinu sunnan Hvítár. Mikilvægt er að gæludýraeftirlitsmaðurinn sé vanur dýrum og hafi sjálfur yfir að ráða nægu húsnæði til að geyma fönguð dýr. Viðkomandi þarf að búa í Borgarnesi eða allra næsta nágrenni þess.
Umsóknarfrestur er til 21. febrúar næstkomandi.
Nánari upplýsingar gefur Björg Gunnarsdóttir umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi í síma 433-7100 eða í gegnum netfangið bjorg@borgarbyggd.is
 

Share: